Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2012 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og golflið University of San Francisco í 5. sæti á Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið USF tóku nú um helgina þátt í Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate, sem fór fram í The Classic Club/Troon Golf Palm Desert, í Kaliforníu, 13. – 14. október s.l.

Þátttakendur voru 104 frá 19 háskólum.

Eygló Myrra spilaði á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (78 76 75 ) og fór úr 30. sæti sem hún var í eftir fyrri daginn í einstaklingskeppninni í 25. sætið.  Golflið University of San Francisco lauk keppni í 5. sæti í liðakeppninni.

Þetta er síðasta mót sem Eygló Myrra spilar á í haust með golfliði University of San Francisco. Næsta mót hjá golfliði USF verður ekki fyrr en 17.-18. febrúar 2013; þ.e. Peg Barnard mótið á velli Stanford háskóla í Kaliforníu.

Til þess að sjá úrslitin á Wyoming Cowgirl Desert Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: