Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2014 | 07:20

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State höfnuðu í 8. sæti á ASU mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State tóku þátt í ASU Red Wolf Intercollegiate mótinu, en mótið fór fram í RidgePointe CC í Jonesboro, Arkansas, dagana 7.-8. apríl og lauk því í gær.

Þetta var risamót; keppendur  voru 112 frá 21 háskóla.

Andri Þór lék á samtals 16 yfir pari, 229 höggum (73 81 75) og hafnaði í 43. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á 3. besta skori Nicholls State sem var í 8. sæti í liðakeppninni, sem er ágætis árangur.

Næsta mót Andra Þór og Nicholls State er 2014 Southland Conference Championship 21. apríl n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á ASU Red Wolf Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: