Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2020 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún & félagar urðu í 7. sæti í Flórída

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State University (GVSU) í Michigan lögðu land undir fót og tóku þátt í stóru háskólamóti í Flórída, Peggy Kirk Bell Invitational, dagana 9.-10. mars sl.

Þátttakendur voru 117 frá 20 háskólum.

Arna Rún lék á samtals 19 yfir pari, 235 höggum (83 76 76) og varð T-68 í einstaklingskeppninni.

Lið Örnu Rún hafnaði í 7. sæti, sem er vel ofan við miðju í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Peggy Kirk Bell Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Á dagskrá GVSU nú á vorönn voru enn 6 mót og þau falla öll niður vegna kórónaveirunnar.

Arna Rún er 2. bekkingur (ens. sophmore) í GVSU og mun því næst spila á 2020-2021 keppnistímabilinu með GVSU eða þegar Covid-19 heimsfaraldrinum er lokið.