Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2019 | 07:11

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir T-10 og Viðar T-26 í Missouri

Margfaldur klúbbmeistari GSS, Arnar Geir Hjartarson, lék í 1. móti Missouri Valley háskólans í haust, MVC Fall Invitational, sem fram fór í Indian Foothills golfvellinum í Marshall, Missouri dagana 9.-10. september og lauk í gærkvöldi.

Þátttakendur í mótinu voru 58 frá 6 háskólum. Missouri Valley háskólinn sendi 3 lið og William Woods skólinn 2 lið þannig að það voru 9 lið sem kepptu í mótinu.

Arnar Geir keppti í B-liðinu og var á besta skorinu í því liði. Í einstaklingskeppninni varð Arnar Geir T-10, með skor upp á 146 högg (75 71). B-lið Missouri Valley varð í 3. sæti í mótinu.

Annar íslenskur kylfingur Viðar Axelsson, sem er fyrstubekkingur (ens.: freshman) í Missouri Valley háskóla og keppir undir sænskum fána, lék með A-liðinu og varð T-26 í einstaklingskeppninni með skor upp á 155 högg (75 80). Sjá á mynd af Viðari (lengst t.v.) í sigurliðinu hér að neðan:

Sjá má lokastöðuna á MVC Fall Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má frétt á vefsíðu Missouri Valley um mótið með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Arnars Geirs og Viðars og Missouri Valley er á morgun 12. september 2019.