Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 4. sæti og lið hans í sigursæti – Haraldur Franklín í 7. sæti á Reunion mótinu!!!

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State og Haraldur Franklín Magnús, GR og The Raging Cajuns, golflið Louisiana Lafayette luku í gær keppni í Reunion Intercollegiate mótinu, en þetta mót er það síðasta á dagskránni fyrir svæðismótið.

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette. Mynd: Golf 1

Mótið fer fram í Reunion Golf Country and Club í Madison, Mississippi og stendur dagana 14.-15. apríl 2014.  Þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum.

Mótið var stytt úr 54 holu móti í 36 holu, vegna úrhellisrigningar, þruma, eldinga og aftakaveðurs á mánudag.

Axel lék seinni hringinn í gær á 1 undir pari, 71 höggi og lauk keppni samtals á 1 yfir pari, 145 höggum (74 71) 4 höggum frá sigursæti.  Hann varð í 4. sæti í einstaklingskeppninni. Axel var lykilmaður í að lið hans Mississippi State varð í sigursæti í liðakeppninni. Glæsilegt!!!

Haraldur Franklín lék samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (75 71) og hafnaði í 7. sæti.  Lið Louisiana Lafayette varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Báðir voru þeir Axel og Haraldur Franklín á besta skori háskólaliða sinna, en það sýnir enn og aftur hversu vel þeir, líkt og reyndar flestir íslensku kylfingarnir, eru að standa sig í bandaríska háskólagolfinu!!!

Næsta mót Axels og Mississippi State er SEC svæðiskeppnin, sem fram fer dagana 25.27. apríl n.k. í Sea Island GC, á St. Simmons Island, í Georgia.

Næsta mót Haraldar Franklín og „The Ragin Cajuns“ er Sun Belt Conference Championships, sem fram fer, 21. – 23. apríl n.k.  á Grand Bear golfvellinum í Saucier, Mississippi.

Til þess að sjá lokastöðuna  á Reunion Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: