Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2012 | 09:40

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín báðir í liði Mississippi State á Jerry Pate mótinu sem hefst í dag

Í dag hefja þeir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR leik ásamt golfliði Mississippi State á Jerry Pate National Intercollegiate mótinu. Þetta er í fyrsta sinn í haust sem þeir eru báðir í liðinu.  Mótið er tveggja daga, þ.e. 15.-16. október 2012. Þátttakendur eru 60 frá 12 háskólum.

Spilað er á golfvelli Old Overton Club í Vestavia Hills, Alabama.

Golf 1 óskar Axel og Haraldi Franklín góðs gengis í mótinu!

Fylgjast má með stöðunni og gengi Axels og Haraldar Franklíns á Jerry Pate mótinu með því að SMELLA HÉR: