Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2013 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Mississippi State í 10. sæti á Sun Trust Gator Invitational eftir 1. dag

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hófu í gær keppni Sun Trust Gator Invitational mótinu.

Það er University of Florida, sem er gestgjafi og leikið er á Mark Bostik golfvellinum, í Flórída.

Þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum.

Eftir 1. dag, þar sem spilaðir voru 2 hringir var Axel á samtals 7 yfir pari (72 75) og deildi 45. sætinu.

Hann var á 3.-4. besta skori Mississippi State golfliðsins og taldi skor hans því, en liðið var T-10.

Lokahringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með gengi Axels og Mississippi State með því að SMELLA HÉR: