Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2012 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir stóð sig vel á Kiawah Island Intercollegiate

Berglind Björnsdóttir, GR og Greensboro, spilaði með liði sínu UNCG í Kiawah Island Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 27.-28. febrúar.  Það var College of Charleston sem var gestgjafi mótsins. Spilað var í Oak Point Golf Club og Cougar Point á Kiawah Island í Suður-Karólínu.

Alls voru luku 179 þátttakendur frá 33 háskólum keppni. UNCG háskóli Berglindar varð í 2. sæti, sem er glæsilegur árangur!!!

Berglind var á samtals +12 yfir pari, 228 höggum (82 72 74) og deildi 31. sæti með 6 öðrum stúlkum sem er frábært hjá Berglindi, þegar litið er til mikils fjölda þátttakenda.  Það var einkum fyrsti hringur Berglindar sem varnaði því að hún yrði jafnvel enn ofar á skortöflunni. Vel gert hjá Berglindi Björns, sem er á 1. ári í Greensboro!!!

Til þess að sjá úrslitin á mótinu smellið HÉR: