Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind í 15. sæti á Lady Pirate – Sunna og golflið Elon í 4. sæti í liðakeppninni eftir fyrri dag

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon taka þátt í tveggja daga móti, Lady Pirate Intercollegiate í Greenville Country Club, í Norður-Karólínu. Mótið stendur dagana 8.-9. október.

Þátttakendur eru 104 frá 20 háskólum.

Berglind spilaði fyrri hringinn á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 15. sæti í einstaklingskeppninni.  Lið Berglindar UNCG deilir hins vegar 12. sæti eftir fyrri dag mótsins.

Sunna lék á 5 yfir pari, 77 höggum og deilir 33. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna er á 3. besta skorinu í liði sínu og telur frammistaða hennar því í árangri golfliðs Elon, en það er í 4. sæti í keppninni.

Golf 1 óskar Berglindi og Sunnu góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Lady Pirate Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: