Sunna Víðisdóttir and the golfcoach of the Elon Women´s Golf Team. Photo: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG í 3. sæti – Sunna í 25. sæti á Lady Seahawk

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon tóku þátt í Lady Seahawk Classic mótinu, sem fram fór í River Landing, í Wallace, Norður-Karólínu, nú um helgina þ.e. dagana 6.-7. apríl 2013

Þátttakendur voru 74 frá 14 háskólum.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind og UNCG höfnuðu í 3. sæti í liðakeppninni. Berglind varð í 50. sæti í einstaklingskeppninni en var á 4. besta skori liðs síns þannig að það taldi í glæsiárangri UNCG í liðakeppninni!  Berglind lék hringina 3 á samtals 28 yfir pari, 244 höggum (83 81 80) og bætti Berglind sig með hverjum hring!

Sunna var á næstbesta skorinu í liði sínu Elon, sem hafnaði í 9. sæti í liðakeppninni.  Sunna var í 25. sæti í einstaklingskeppninni þ.e. í efri þriðjungi keppenda!!! Sunna  spilaði hringina 3 á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (81 76 77).

Næsta mót Berglindar og UNCG og Sunnu og Elon  er Southern Conference Championship, sem fram fer á Hilton Head í Suður-Karólínu, 14.-16. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Lady Seahawk Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: