Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli & félagar T-1 á MAC Championship – Gísli í 2. sæti!!!

Bjarki Pétursson, GB; Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í liði Kent State tóku þátt í Mid American Conference Championship, sem fram fór 27.-28. apríl sl. og lauk í gær.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Gísli náði þeim frábæra árangri að landa 2. sætinu í einstaklingskeppninni, með tvo glæsihringi upp á 71 högg samtals 2 undir pari, 142 högg!!!! Gísli varð á besta skorinu í liði Kent State.

Bjarki varð T-9 og á 3.-4. besta skorinu, en hann lék hringina tvo á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (78 70) og varð T-9.

Lið Kent State deildi sigrinum með liði Eastern Michigan og bæði lið fá að taka þátt í NCAA Regionals, sem fram fara 12.-15. maí nk.

Sjá má lokastöðuna á MAC Championship með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Lið Bjarka og Gísla, sigurlið Kent State á MAC Championship 2019