Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2018 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og félagar urðu T-10 í Texas

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State tóku þátt í Royal Oaks Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 22.-23. október 2018 og lauk í dag.

Mótsstaður var Maridoe golfklúbburinn, í Carrollton, Texas.

Þátttakendur voru 80 frá 14 háskólum.

Bjarki lauk keppni T-41 með skor upp á 14 yfir pari, 224 högg (77 74 73).

Gísli varð T-66 með skor upp á 24 yfir pari, 234 högg (78 77 79).

Lið þeirra Bjarka og Gísla, Kent State deildi 10. sætinu í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Royal Oaks Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Kent State er 25. febrúar á næsta ári í Louisiana.