Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2021 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur í sigurliði MIZZOU á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu!!!

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, spilar með golfliði University of Missouri (skammst. MIZZOU).

Dagbjartur og félagar léku í fyrsta mótinu fyrir jól; Turning Stone Tiger Intercollegiate.

Mótið fór fram í Verona, New York dagana 5.-6. september sl. og var jafnframt fyrsta mót Dagbjarts í bandaríska háskólagolfinu.

Þátttakendur voru 86 frá 15 háskólum.

Dagbjartur var í liði MIZZOU, sem gerði sér lítið fyrir og vann mótið.

Dagbjartur varð T-26 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 76 73).

Glæsilegt!!!

Sjá má lokastöðuna á Turning Stone Tiger Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Dagbjarts og félaga er Washington, 20. september n.k.

Í aðalmyndaglugga: Dagbjartur og félagar í sigurliði MIZZOU