Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2022 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel Ísak lauk keppni á 2. besta skori Arlington

Daníel Ísak Steinarsson, GK, tók þátt í Wyoming Desert Intercollegiate háskólamótinu.

Mótið fór fram dagana 2.-4. mars í Classic Club, Palm Desert, Kaliforníu.

Þátttakendur voru 114 frá 20 háskólum, þannig að þetta var stórt mót.

Daníel Ísak lék sem einstaklingur og varð T-56 í mótinu – lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (75 69 78).

Hann hefði verið á 2. besta skori liðs síns, University of Texas – Arlington, hefði hann verið í liðinu, en Arlington liðið varð T-9 í mótinu.

Sjá má lokastöðuna á Wyoming Intercollegiate háskólamótinu með því að SMELLA HÉR: