Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2019 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar & félagar luku keppni T-14 á Furman Int.

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Georgia State, tóku þátt í Furman Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Greenville, Suður-Karólínu, dagana 22.-24. mars 2019.

Þetta var stórt og sterkt mót; þátttakendur 120 frá 21 háskóla.

Egill Ragnar lauk keppni á 1.-2.  besta skori liðs síns, varð T-30 í einstaklingskeppninni og lék á samtals á 6 yfir pari, 219 höggum (74 75 70).

Egill Ragnar átti stórglæsilegan endasprett og lauk mótinu á hring upp á 1 undir pari, 70 höggum!!!

Georgia State lauk keppni T-14 i í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Furman Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Egils Ragnars og félaga í Georgia State er 6.-7. apríl n.k. í Augusta, Georgia.