Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 00:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk keppni langt frá sínu besta á Mason Rudolph Championship

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETCU „The Bucs“ luku í gær keppni á Mason Rudolph meistaramótinu, en mótið fór fram í Vanderbilt Legends Club í Franklín, Tennessee, dagana 4.-6. apríl 2014.

Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 16 yfir pari, 229 höggum (75 75 79) og lauk keppni i 55. sæti í einstaklingskeppninni.

Guðmundur Ágúst var á 5. og lakasta skori ETSU og taldi það ekki í 6. sætis árangri ETSU í liðakeppninni.  Má segja að hann hafi verið nokkuð langt frá sínu besta.

Næsta mót ETSU er Atlantic Sun Championship í Braselton, Georgíu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Mason Rudolph Championship  SMELLIÐ HÉR: