Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur keppni á Hawaii

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hefja leik á Avenue Spring Break Classic í Kapalua, Maui á Hawaii í dag.

Þátttakendur í mótinu eru 88 frá 15 háskólum.

Guðrún Brá fer út af 11. teig og á rástíma kl. 8:45 en mótið er með shotgun starti þ.e. allir hefja leik samtímis.

Að okkar tíma hér á Íslandi er það kl. 18:45 í kvöld.

Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá SMELLIÐ HÉR: