Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2014 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá á 2 undir pari lokahringinn í Hawaii!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK  og „The Bulldogs“ golflið Fresno State luku í gær keppni á Anuenue Spring Break Classic mótinu í Kapalua, Maui á Hawaii. Spilað var á Bay golfvellinum.

Mótið stóð dagana 24.-26. mars 2014 og voru þátttakendur 88 frá 15 háskólum.

Guðrún Brá fór úr 12. sætinu niður í 32. sætið í einstaklingskeppninni 2. dag mótsins, en á lokahringnum átti hún glæsihring upp á 2 undir pari, 70 högg og lauk keppni í 13. sæti í einstaklingskeppninni!!!  Á lokahringnum fékk Guðrún Brá 7 fugla og 5 skolla.

Samtals lék Guðrún Brá á 7 yfir pari, 223 höggum (74 79 70).

Guðrún Brá var á 2. besta skorinu í liði sínu, en lið Fresno State, sem lauk keppni  í 8. sæti í mótinu bætti sig um 1 sæti á hverjum degi!

Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá og Fresno State!!!

Næsta mót Guðrúnar Brár og „The Bulldogs“ er 14. april n.k. þ.e. Silverado Showdown í Napa, Kaliforníu.

Til þess að sjá lokastöðuna á Anuenue Spring Break Classic mótinu í Kapalua á Hawaii SMELLIÐ HÉR: