Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2014 | 12:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 18. sæti e. 1. dag Silverado Showdown

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og The Bulldogs, golflið Fresno State hófu í gær leik á Silverado Showdown mótinu, í Silverado Resort and Spa  í Napa, Kaliforníu.

Mótið stendur dagana 14.-15. apríl 2014, og fer lokahringurinn því fram í kvöld.  Þátttakendur 75 frá 15 háskólum.

Guðrún Brá lék 1. hring á 2 undir pari, 70 glæsihöggum og var í 4. sæti mótsins eftir þann hring, en síðan fylgdi annar slakari og Guðrún Brá fór niður í 18.sæti mótsins, sem engu að síður er flottur árangur. Samtals er Guðrún Brá búin að spila á 3 yfir pari, 147 höggum  (70 77).

Guðrún Brá fer út af 13. teig í dag kl. 8:30 að staðartíma (kl. 15:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brár með því að SMELLA HÉR: