Hrafn Guðlaugsson, GSE og Faulkner. Mynd: Faulkner
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2015 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 1. sæti á North Greenville Inv.!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og 2014 og golflið Faulkner urðu í 1. sæti á North Greenville University boðsmótinu, en það fór fram dagana 23.-24.mars 2015 á Travelers Rest golfvellinum í Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 63 frá 11 háskólaliðum.

Golflið Faukner - Hrafn Guðlaugsson, GSE og Faulkner neðst til hægri á mynd og golflið Faulkner sem varð í 1. sæti! Stórglæsilegt!!!

Hrafn varð í 1. sæti, sem er stórglæsilegur árangur og hlaut m.a. lof þjálfara síns sem sagði m.a. að Hrafn hefði alltaf verið ótrúlega góður púttari og hefði hæfileikana til þess að standa sig vel undir mikilli pressu!!!  Sjá má umfjöllun um árangurinn í mótinu á heimasíðu Faulkner golfliðsins með því að SMELLA HÉR: 

Þjálfarinn er í reynd bara að segja það sem við hér heima á Íslandi höfum alltaf vitað að Hrafn er frábær kylfingur!!!

Hrafn spilaði lokahringinn á glæsilegum 69 höggum, sem tryggði honum 1. sætið.

Lið Hrafns Faulkner varð líka í 1. sæti af 11 liðum í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin í North Greenville Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Hrafns og Faulkner er Redhawk Spring Classic, sem fram fer í Athens, Georgiu, 6. apríl n.k. – um sama leyti og Masters risamótið fer fram á svipuðum slóðum!