Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson og lið Faulkner University í 2. sæti á Alabama State Fall Classic

Hrafn Guðlaugsson, frá Egilsstöðum, klúbbmeistari GSE 2012 er við nám við í Faulkner University í Alabama, Bandaríkjunum.

Hann náði m.a. þeim glæsilega árangri s.l. vor að vera valinn nýliði ársins.

Hrafn Guðlaugsson (t.h), GSE og Faulkner University með nýliðaviðurkenninguna 2012.

Nú í vetur er Hrafn á 2. ári í Faulkner og gengur vel með The Eagles, golfliði háskólans.

Fyrsta mót tímabilsins, Alabama State Fall Classic fór fram á Senator RTJ golfvellinum í Prattville, Alabama dagana 2.-3. september.  Faulkner varð í 2. sæti í liðakeppni af 9 liðum, sem þátt tóku í mótinu.

Heildarskor Faulkner var 598 dagana tvo – aðeins heildarskor gestgjafanna ASU var betra 584.

Hrafn lék dagana tvo á samtals 150 höggum (78 72) og varð T-7 í einstaklingskeppninni og á 1.-3. besta heildarskori liðs síns.

Næsta mót The Eagles, golfliðs Faulkner háskólans er eftir 4. daga þ.e. Coastal Georgia Invitational á St. Simmons Island.

 Til þess að sjá umfjöllun Faulkner University um mótið SMELLIÐ HÉR: