Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 4. sæti og lið hans Faulkner í 1. sæti e. 2. dag SSAC svæðismótsins

Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner taka þátt í SSAC svæðismótinu, sem fram fer dagana 14.-16. apríl 2014.

Mótið fer fram í Lagoon Park, Montgomery, Alabama og eru þátttakendur í mótinu  65 frá 13 háskólum.

Eftir 2. dag mótsins er Hrafn búinn að spila á samtals sléttu pari, 144 höggum (73 71).

Í einstaklingskeppninni er Hrafn sem stendur í 4. sæti …. sama sæti og Miguel Angel Jimenez varð í nú í ár  á The Masters risamótinu- en Hrafn hitti Jimenez á Open de Andalucia, 27. mars fyrir 4 árum síðan, 2010 (og þá var meðfylgjandi mynd tekin).

Hrafn er á besta skori „The Eagles“ golfliðs Faulkner, en það er í 1. sætinu fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag.