Hrafn Guðlaugsson. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2014 | 11:15

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Sigurður Gunnar hefja keppni á SSAC svæðismótinu í dag og Stefanía Kristín hóf leik á Carolina Conference Tournament í gær

Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK og golflið Faulkner hefja í dag leik á SSAC svæðismótinu, en það fer fram í Montgomery, Alabama dagana 14.-16. apríl 2014.

Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK. Mynd: Golf1.is

Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK. Mynd: Golf1.is

Enginn tengill er inn á niðurstöður úr mótinu en Golf 1 verður með úrslitafrétt um leið og hún berst.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.

Klúbbmeistari kvenna í GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir hóf leik í gær á Carolina Conference Tournament svæðamótinu, en líkt og hjá strákunum hér að ofan finnst enginn tengill inn á niðurstöður á mótinu.

Golf 1 verður með úrslitafrétt um leið og hún berst.