Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2011 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars í 22. sæti á Lady Paladin eftir 1. dag

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman, lauk 1. hring á Lady Paladin Invitational í dag á 79 höggum. Hún fékk 9 skolla á hringnum og náði að taka það aðeins aftur með 2 fuglum.  Ingunn er sem stendur í 22. sæti. Mótið er haldið af hálfu Furman háskólans, þar sem Ingunn stundar nám. Það fer því fram í Greenville, Suður-Karólínu. Lið Furman háskóla er í 7. sæti eftir 1. daginn. Þetta er 3 daga mót og þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Þetta er því flottur árangur hjá Ingunni og Furman!

Fylgjast má með stöðunni á Lady Paladin mótinu með því að smella HÉR: