Ingunn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2012 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn og Eygló Myrra hafa lokið leik á Peg Barnard Invitational – Ingunn bætti sig um 8 högg!

Í gær lauk á golfvelli Stanford háskólans í Kaliforníu, Peg Barnard Invitational. Í mótinu tóku þátt 70 kylfingar frá 12 háskólum þ.á.m. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, sem spiluðu með liðum sínum í bandaríska háskólagolfinu San Francisco og Furman. Þetta var 2 daga helgarmót, spilað var  18. og 19. febrúar.

Ingunn sem spilaði fyrri hringinn á 87 höggum stórbætti sig á seinni hring um 8 högg, spilaði seinni hringinn á 79 höggum og næstbest allra í liði sínu. Samtals spilaði Ingunn á +24 yfir pari, 166 höggum (87 79). Hún hækkaði sig við það úr T-64 sætinu sem hún var í fyrri daginn í T-53.

Eygló Myrra. Mynd: Golf 1.

Eygló Myrra spilaði á 91 höggi og fór úr T-54 sem hún var í fyrri daginn í eitt af neðstu sætunum T-67. Samtals spilaði Eygló Myrra +33 yfir pari, var á 175 höggum (84 91).

Furman háskóli Ingunnar varð í 7. sæti en San Francisco háskóli Eygló Myrru deildi 8. sætinu með Rollins College.

Til þess að sjá úrslitin á Peg Barnard Invitational smellið HÉR: