Íris Katla Guðmundsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals í 14. sæti í Flórída eftir 1. dag

Bæði kvenna og karlagolflið The Queens University of Charlotte eru við keppni á Guy Harvey Invitational í Palm Beach Gardens, Flórída. Gestgjafi mótsins er Nova Southeastern University.

Karla- og kvennagolflið The Queens University of Charlotte

Í kvennagolfliði Queens, The Royals er Íris Katla Guðmundsdóttir, GR. Kvennaliðið var á samtals 327 höggum fyrri daginn og er í 14. sæti.

Íris Katla var á 87 höggum og taldi skor hennar en 4 bestu skor af 5 telja.  Skor Írisar Kötlu var 4. besta skor liðsins.

Golf 1 óskar Írisi Kötlu góðs gengis í dag!