Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2011 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 23. sæti á Landfall Invitational eftir 2. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir deilir 23. sætinu með 2 öðrum eftir 2. hring á Landfall Tradition mótinu. Hún kom í hús á 77 höggum og er því samtals búin að spila á +11 yfir pari, 155 höggum (78 77).  Ólafía fór upp um 9 sæti því hún var í 32. sæti eftir 1. daginn. Ólafía Þórunn fékk 8 skolla og 3 fugla á hringnum.

Liðsfélagi Ólafíu, frænka Tiger Woods, Cheynne, bætti sig líka svo um munaði en hún var fyrir hringinn í gær jöfn Ólafíu Þórunni í 32. sætinu. Í gær spilaði hún síðan á 75 höggum og er því búin að spila á samtals +9 yfir pari, samtals 153 höggum (78 75) og er T-13.

Mótið er haldið í hinum gullfallega Country Club of Landfall í Norður-Karólínu og má sjá myndir frá honum og vellinum, sem mótið fer fram með því að smella HÉR:   

Wake Forest, lið Ólafíu Þórunnar og Cheyenne er í 12. sæti, en þær báðar eru að spila best af öllum í liðinu.

Sjá má stöðuna eftir fyrstu 2 spiluðu hringina á Landfall Tradition með því að smella HÉR: