Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 15:15

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 24. sæti á Landfall Classic eftir 1. dag

Í gær hófst í Country Club of Landfall í Wilmington, Norður-Karólíu Landfall Classic mótið. Í mótinu taka þátt Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest.  Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Ólafía Þórunn spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 24. sæti eftir 1. dag. Hún var á 2. besta skori í liði sínu sem er sem stendur í T-7, þ.e. deilir 7. sætið með NC State í liðakeppninni

Berglind átti ekki sinn besta dag; lék á 10 yfir pari, 82 höggum og er T-84 þ.e. í einu af neðstu sætunum, en var eftir sem áður á 2. besta skori í liði sínu UNCG, sem vermir botnsætið í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Berglindi og Ólafíu Þórunni góðs gengis í mótinu!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Landfall Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: