Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 7. sæti eftir 2. dag Mason Rudoph Women´s Championship

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið Wake Forest er nú við keppni á Mason Rudoph Women´s Championship, í Vanderbilt, Tennessee.

Mótinu lýkur í dag en það hefir staðið dagana 21.-23. september 2012 og eru þátttakendur 81 frá 15 háskólum.

Í gær lauk Ólafía Þórunn við 2. hring og var þá samtals 2 yfir pari þ.e. á 146 höggum (71 75). Ólafía Þórunn fékk skramba, 2 skolla og 1 fugl á lokaholunni, þ.e. spilaði á 3 yfir pari í gær.

Lið Wake Forest var í 8. sæti eftir 2. dag og stóð Ólafía Þórunn sig langbest af liðsfélögum sínum.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis í dag!

Til þess að fylgjast með stöðunni á Mason Rudolph Women´s Championship SMELLIÐ HÉR: