Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már öðlast fast sæti í keppnisliði McNeese það sem eftir er keppnistímabilsins

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese hefja keppni í 21. móti UALR First Tee Classic, í Arkansas í dag.

Mótið er tveggja daga þ.e. stendur dagana 24.-25. mars 2014.  Þátttakendur eru lið 14 háskóla, en auk Mc Neese taka þátt:  Southland foes Abilene Christian, Oral Roberts, Sam Houston State and Stephen F. Austin, UALR. Jafnframt taka þátt Arkansas State, Lipscomb, Louisiana-Monroe, Missouri State, Nebraska-Omaha, Northern Iowa, Southern Illinois og UT Martin.

Í liði McNeese eru eftirfarandi keppendur: Hampus Bergman, Martin Eriksson, Geoff Fry, Shane Fontenot og Ragnar Garðarsson.

Á heimasíðu McNeese segir að Ragnar snúi aftur til keppni eftir að hafa ekki verið með á Border Olympics mótinu í síðustu viku. Þjálfari McNeese , Austin Burk segir að völlur UALR sér frábær og hann ætli að halda sig við þessa uppstillingu af liðinu það sem eftir er keppnistímabilsins, sem þýðir að Ragnar fær að keppa í öllum mótum McNeese, sem eftir eru á keppnistímabilinu.

Segir að Ragnar sem sé með 74,5 högga meðaltalsskor muni verða 5. maður liðsins og vonast er til að hann veiti „the Cowboys“ golfliði McNeese stuðning.

Segir þjálfarinn að í s.l. 3 mótum hafi aðeins þurft á skori 5. manns að halda í 1 tilvika, en nú þurfi allir að leggjast á eitt og allir að skila góðri frammistöðu!