Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már hefur keppni í Jim West mótinu í dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í McNeese háskólanum hefja í dag keppni á Jim West Intercollegiate mótinu, í McKinney, Texas.

Mótið fer fram 7.-8. apríl 2014  á hinum 7,438 yarda (6801 metra)  par-72, TPC Craig Ranch golfvelli (TPC er skammstöfun fyrir Tournament Players Club og slíkir vellir er í eigu PGA Tour, sterkustu mótaröð heims og geta PGA Tour mót farið fram á slíkum völlum).

Þátttakendur eru 80 frá 15 háskólum.

Ragnar Már fer út af 12. teig kl. 13:30 að staðartíma  (kl. 18:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más og McNeese á Jim West Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: