Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 26. 2014 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese urðu í 1. sæti á Moe O´Brien – Andri Þór og Nicholls í 6. sæti

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese léku í Moe O´Brien mótinu, sem stóð dagana 24.-25. febrúar, en mótinu lauk í gær.

Þátttakendur voru  68 frá 13 háskólaliðum:  McNeese State,  Abilene Christian, Incarnate Word, New Orleans, Nicholls, Stephen F. Austin, Belhaven, North Dakota, North Dakota State, Prairie View A&M, Texas-Pan American, Texas Southern, og Western Illinois.

Mótið fór fram í 51. sinn, og var verið er að endurvekja mótið sem ekki hefir verið leikið frá árinu 2005.

Golflið Ragnars Más, McNeese sigraði í mótinu,  Þrír í golfliði McNeese röðuðu sér í efstu 3 sætin í einstaklingskeppninni og tveir aðrir voru í 6. sæti. Sá sem sigraði einstaklingskeppnina var Svíinn Hampus Bergman (73 69 65) með glæsilokahring upp á 65 högg!  Sagði á vefsíðu McNeese að þetta væri væri í fyrsta sinn að liðsmaður McNeese sigraði í einstaklingskeppni Moe O´Brien frá því að Sigmundi Mássyni, GKG, hefði tekist það 2006.

Ragnar Már hafnaði í 32. sæti og lauk keppni á 10 yfir pari, 226 höggum (78 74 74). Næsta mót McNeese er Border Olympics mótið í Laredo, Texas, 14. mars n.k.

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State lék einnig í mótinu en hann varð í 28. sæti  á samtals 8 yfir pari, 224 högg  (74 75 75).  Nicholls State varð í 6. sæti í liðakeppninni og var Andri Þór á 3. besta skori liðsins og taldi það því.

Næsta mót Andra Þórs og golfliðs Nicholls State er Wallace Jones Invitational 3. mars n.k. í Louisiana.

Til að sjá lokastöðuna á Moe O´Brien mótinu  SMELLIÐ HÉR: