Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og lið hennar í Pfeiffer urðu í 2. sæti í Converse Invite

Í gær fór fram 1 dags mót: Converse Invite by Founders FCU, í Carolina Country Club, í Spartansburg, Suður-Karólínu.

Þátttakendur voru 38 frá 7 háskólum og meðal þeirra var Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og lið hennar frá Pfeiffer University.

Skor Stefaníu virðist ekki hafa talið en lið Pfeiffer háskóla varð í 2. sæti af þeim 7 liðum, sem þátt tóku.

Sjá má úrslitin úr þessu 1 dags móti – Converse Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót sem Stefanía Kristín tekur þátt í er Lander Invitational sem fram fer á Hilton Head, Suður-Karólínu 29.-30. september n.k.