Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik á John Kirk Panther Intercollegiate í dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, hefur leik á John Kirk Panther Intercollegiate í dag.

Mótið fer fram í Eagle´s Landing Country Club í Stockbridge, Georgíu-ríki.  Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Sunna á rástíma af 10. teig, kl. 9:57 að staðartíma (þ.e. kl. 13:57 hér heima á Íslandi).

Til þess að fylgjast með gengi Sunnu SMELLIÐ HÉR: