Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik í dag á Seahawk Classic

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR, og golflið Elon hefja í dag leik á UNCW Seahawk Classic mótinu, sem fram fer í River Landing, Wallace, Norður-Karólínu.

Mótið fer fram 4.-6. apríl 2014 og þátttakendur eru 50 frá 9 háskólum.

Sunna fer út af 5. teig kl. 8:45 (fyrri hring) og kl. 14:00 (seinni hring) að staðartíma þ.e. kl. 12:45 og kl.  18:00 hér heima á Íslandi, en shotgun start er í báðum tilvikum þ.e. allir ræstir út á sama tíma.

Til þess að fylgjast með gengi Sunnu og Elon á UNCW Seahawk Classic SMELLIÐ HÉR: