Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór lauk keppni í 17. sæti og Ari í 27. sæti á CBU Spring Inv.

Theodór Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG og golflið Arkansas Monticello tóku þátt í CBU Spring Invitational, sem fram fór í Quail Ridge golfklúbbnum í Bartlett, Tennessee.

Mótið fór fram dagana 10.-11. mars 2014.  Þátttakendur voru 57 frá 10 háskólum.

Theodór lék á samtals 11 yfir pari, 156 höggum (74 79) og í 17. sæti í einstaklingskeppninni, en Ari var á samtals 17 yfir pari, 157 höggum (75 82) og í 27. sæti.

Theodór var á 2. besta skori Arkansas Monticello og Ari á 3. besta skorinu og töldu því skor beggja í 6. sætis árangri Arkansas Monticello í liðakeppninni.

Þeir Theodór og Ari og golflið Monticello spila næst  á móti 23. mars í Arkansas.

Til þess að sjá lokastöðuna í CBU Spring Invitational SMELLIÐ HÉR: