Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2012 | 06:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi lauk leik í 27. sæti á Barton Intercollegiate

Daganna 18.-20. mars fór  fram í Wilson, Norður-Karólínu  í 72 Country Club of Wilson, at Pizza Inn/Barton Intercollegiate mótið. Meðal þátttakanda voru Arnór Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og lið hans í Belmont Abbey.

Arnór Ingi lauk keppni með hring upp á 79 en var deginum þar áður búinn að spila á -1 undir pari, 71 höggi, sem var 3. lægsta skor hans á ferlinum. Arnór Ingi varð í 27. sæti á mótinu.

Belmont Abbey liðið sem heild færðist aftur um 2 sæti frá deginum áður og lauk leik í 6. sæti af 18 háskólaliðum sem þátt tóku.

Til þess að sjá úrslitafrétt um gengi Belmont Abbey liðs Arnórs Inga á Barton Intercollegiate á íþróttasíðu Belmont Abbey smellið HÉR: