Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2012 | 09:29

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra í 13. sæti eftir 1. daginn á Hawaii

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og lið hennar, Texas State spiluðu 2 hringi á 1. degi Dr. Donnis Thompson mótsins á Hawaii í nótt. Golf1 var með stöðufrétt eftir 1. hring.

Valdís Þóra spilaði fyrri hringinn á 78 höggum og á þann seinni  á 75 höggum og er því samtals á 153 höggum eftir 1. dag.  Með því að bæta sig um 3 högg fór Valdís upp um 14. sæti á skortöflunni úr T-27 sem hún var í eftir 1. hring í T-13.

Liðsfélagi Valdísar Þóru, Krista Puiste er búin að spila best af liði Texas State, er samtals á 150 höggum eftir 1. dag (75 75) en Valdís Þóra er á næstbesta skorinu. Lið Texas State er í 5. sæti af 14 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu.

Golf 1 óskar Valdís Þóru og liði Texas State góðs gengis í dag!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Dr. Donnis Thompson háskólamótinu í Hawaii, smellið HÉR: