Bélen Mozo
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2011 | 09:00

Bélen Mozo kemur nakin fram

Hin spænska Belen Mozo, sem er nýliði á LPGA mun koma nakin fram í nýjasta blaði ESPN „The Magazine´s Body Issue“, skv. blaðamanni USA Today, Michael McCarthy.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kylfingur hefir látið mynda sig nakinn fyrir Body Issue-hluta blaðsins.

Kólombíski kylfingurinn Camilo Villegas var sem kunnugt er myndaður í frægu köngulóar-stellingu sinni, þó sú mynd hafi verið photo-shop-uð að verulegu leyti til þess að hylja viðkvæma líkamsparta. Hins vegar þótti mörgum kvenkylfingnum myndin hreint augnakonfekt!

Fyrir tveimur árum voru Christina Kim, Sandra Gal og Anna Grezebien (en tvær síðarnefndu voru þá W-7 módel) myndaðar naktar fyrir blaðið.

Staðfest hefir verið að Tiger Woods sé ekki í blaðinu, en ritstjóri ESPN, Chad Millman sagði að líklegast væri hann hættur að koma fram skyrtulaus síðan forsíðumyndin birtist af honum í Vanity Fair.

En næsti nakti kylfingur í ESPN  „The Magazine´s Body Issue“ verður s.s. spænski nýliðinn á LPGA, Belen Mozo, sem hefir 6 sinnum komist í gegnum niðurskurð í þeim 13 mótum sem hún hefir tekið þátt í á keppnistímabilinu í ár.

Heimild: golf.com