Bernhard Gallacher hlýtur heiðursviðurkenningu fyrir lífstíðarstörf sín í þágu golfíþróttarinnar
Fyrrum Ryder Cup fyrirliði Evrópu Bernard Gallacher OBE hlaut heiðursvíðurkenningu í gær fyrir lífstíðarstörf sín í þágu golfíþróttarinnar á 2014 Scottish Golf Awards, sem er vel við hæfi í upphafi Ryder Cup árs.
Gallacher tók við viðurkenningunni á Hilton Glasgow hótelinu fyrir framan 650 gesti. Lófatakinu ætlaði aldrei að linna þegar Gallacher tók við viðurkenningunni úr höndum tvöföldum risamótssigurvegaranum Sandy Lyle.
Eftir að hafa átt stefnumót við dauðann s.l. ágúst þaðan sem hann rétt slapp – en Gallacher fékk hjartaáfall – þá átti hann í gær notalega kvöldstund með fjölskyldu, vinum og skoskum íþróttastjörnum, alls 650 manns – þ.á.m. skoska krulluliðinu sem stóð sig svo vel í Sochi.
Gallacher átti þátt í öllum Ryder Cup viðureignum á árunum 1969 – 1995. Hann lék sjálfur í 8 Ryder Cup keppnum var aðstoðarfyrirliði í 3 keppnum og fyrirliði í öðrum 3 keppnum, m.a. þegar Evrópa vann í Oak Hill árið 1995.
Eins vann Gallacher 22 sinnum á Evróputúrnum og var 5 sinnum í 1. sæti peningalista Evrópumótaraðarinnar á árunum 1972-1982.
Gallacher, sem einnig varð skoskur meistari í höggleik 1967 sagði m.a. í gær: „Þetta var virkilega skemmtilegt kvöld á 2014 Scottish Golf Awards hér á Hilton Glasgow.“
„Það var heiður að hljóta þessa viðurkenningu fyrir framan skoska golfáhangendur og þó nokkra meðlimi fjölskyldu minnar. Ég nýt forréttinda að stíga í fótspor fyrrum þega þessarar viðurkenningar þ.e. manna á borð við Sandy Lyle, Sam Torrance, Paul Lawrie og Colin Montgomerie.“
„Ég er heppinn að hafa notið yndislegs ferils þar sem Ryder Cup keppnin er augljóslega meðal hápunkta. Ég spilaði fyrst í Ryder Cup í Skotlandi 1973 á Muirfield og eins og allir golfáhangendur hlakka ég til það sem mun verða frábær keppni á Gleneagles á þessu ári.“
„Þetta er vel gert hjá öllum íþróttamönnum sem unnu til verðlauna og ég vil færa skoska golfsambandinu og the Scottish Ladies’ Golfing Association þakkir fyrir að skipuleggja þessa yndislegu kvöldstund.”
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024