Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 10 af 10)
Það er við hæfi að ljúka upptalningu á 10 bestu par-3 holum í heimi – þar sem stikklað hefir verið á helstu par-3 holum í 5 heimsálfum – á heimili golfins…. heima í Skotlandi.
Það er ekki til neitt ríki í heiminum þar sem eins mikil hefð er fyrir golfi og í Skotlandi. Heimildir eru um golf þar allt frá 15. öld þegar James konungur II bannaði golf með lögum frá 1457. Golf var samt spilað á þeim golfvöllum sem við elskum og spilum á enn í dag allt frá 16. öld – Carnoustie (1527); Aberdeen (1538); St. Andrews (1552); Montrose (1562).
Árið 1880 voru 42 golfvellir í Skotlandi – Í dag eru þeir um 580 (opinber tala frá árslokum 2010) og hafa eflaust nokkrir bæst við. Golf 1 veit um íslenska hópa sem fara í pílgrímsgolfferðir til Mekka golfsins – Skotlands – á hverju ári…. og þeim kylfingum finnst ekkert í heiminum jafnast á við skoska golfvelli!!!
Í Skotlandi eru auðvitað margar frábærar par-3 holur og erfitt að gera upp á milli allra þeirra sem dreifðar eru á 580 golfvöllum. Hér verða nefndar nokkrar af þeim frábæru skosku par-3 holum, sem allt annað í heiminum miðaðist í árdaga við . Sú sem verður valin sem „besta holan“ og sú síðasta sem nefnd verður er 11. holan og er hún önnur af aðeins tveimur par-3 holum á Old Course á St. Andrews. Hún er talin best vegna hefðarinnar. Holan nefnist „the High.“ Hún er 174 yarda (159 metra) löng og er ein af þeim sem er með svonefnda „tvíbura-flöt“ (ens. Twin Green) þ.e. deilir flöt sinni með 7. braut Eden golfvallarins.
Golfgoðsögnin Bobby Jones viðurkennir að þar hafi hann átt sinn lægsta punkt á golfferlinum, á „The High“, árið 1921 á Opna breska, því hann varð að taka 4 högg í hinni illyrmislegu „Hill“ sandglompu við 11. áður en hann tók upp bolta sinn og hætti í mótinu. Það er vel þess virði að reyna að halda sér frá öðrum bönkurum sem þarna eru nálægt líka þ.e. „Strath“ og „Cockie.“
Það er ekki hægt annað en að minnast á nokkrar frægar, skoskar par-3 holur til viðbótar, sem allar eru í heimsklassa:
1) Par-3 holan á 5. braut Kings course á Gleneagles nefnist „Het Girdle“ (ísl: heita pannan) og verður þeim sem völlinn spilar eflaust eftirminnileg. Flötin er svo frábær að hún minnir á vel smurða heita pönnu sem allt rennur af. Og neðan við flötina bíða 4 gráðugar, djúpar glompur til að gleypa allt sem rúllar af flöt. Het Girdle er 178 yarda (163 metra) löng af öftustu teigum en 114 yarda (104 metra) löng af rauðum. Gleneagles vellirnir (að Centenary undanskyldum) voru hannaðir af James Braid 1919 (Sjá má kynningu Golf 1 á James Braid með því að SMELLA HÉR: )
2) Par-3 holan á 15. braut Kingsbarns „Rocky Ness“ er oftar en ekki nefnd sem ein af heimsins bestu par-3 holum.
3) Par-3 8. brautin á Old Course í Royal Troon Golf Club er nefnd „Frímerkið“ (ens.: Postage Stamp). Hún er með flottari par-3 holum í Skotlandi. Hún er hönnuð af George Strath, Willie Fernie og James Braid, árið 1885. Hún er meðal stystu hola 123 yarda (112 metra)af öftustu teigum. Gene Sarazen fór holu í höggi á Frímerkinu á Opna breska 1973.
4) Par-3 16. brautin á Carnoustie er hluti af 3 holum (15., 16. og 17. braut) sem taldar eru bestu lokaholur í heimi. „Barry Burn“ er 245 yarda(224 metra) af öftustu teigum og 212 yarda (194 metra) af rauðum. Sagt er að erfitt sé að spila hana í meðvindi og nánast ómögulegt þegar vindur kemur að austan. Tom Watson fékk skramba á holuna á Opna breska 1975 og Jack Nicklaus var sá eini til þess að slá aftan við pinna á Opna breska 1968 og hann notaði dræver. Holan er í raun ekki par-3 heldur par-3,5. Að ná pari á hana er einstakt afrek!
5) Á Castle Stuart golfvellinum er nokkrar frábærar golfholur og par-3 11. holan er þeirra best. Það er órúleg upplifun að spila hana í logni (sem sjaldnast er – alltaf einhver vindur) og þegar sólin er að setjast.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024