7. flötin á par-3 brautinni á Pebble Beach Golf Links – ein mest ljósmyndaða par-3 braut í heimi. – Einn ppáhaldsgolfvöllur Úlfars erlendis
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 14:30

Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 3 af 10)

Bestu par-3 holur heims eru þær skv. skilgreiningu hér sem sameina fallegt landslag og sérstakan erfiðleikastuðul, sem þarf að yfirstíga með getu eða góðri strategíu, þ.e.a.s. góðri leikáætlun.

Allt þetta uppfyllir par-3 7. brautin á Pebble Beach Golf Links í Kaliforníu. Hún er líka sú par-3 holan, sem er sú mest ljósmyndaða í öllum heiminum og óteljandi listamenn hafa fest fegurðina á striga.

Þetta er tiltölulega stutt hola og breytist ekkert á risamótum; aðeins 106 yarda eða m.ö.o. 97 metra.  En… það er hrikaleg áskorun að hitta rennisleipa, frímerkisflötina með ekkert nema Kyrrahafið að baka til og tvær risasandglompur til beggja handa og ekkert til að stöðva bolta sem eru of fast slegnir.

Kyrrahafið hvæsir í baksýn og skellir oft á flötinni á vindasamari dögum.

Það byggist líka á vindum á vellinum, eins og á öllum linksurum, hvort nota þarf 3-tré eða PW.  En það skiptir engu hvernig veðrið er, litla græna flötin, sem lokkar að sér kylfinga allsstaðar í heiminum (reyndar vallargjöld með því hæsta sem gerist í heiminum; árið 2008 kostaði hringurinn $495 (um 60.000 íslenskar krónur)) er líkt og draumamynd úr golfdagatali brostin til lífs.