
Betsy Rawls 90 ára
Elizabeth Earle „Betsy“ Rawls fæddist í Spartansburg, í S-Karólínu, í dag fyrir 90 árum, þ.e. 4. maí 1928, og ólst upp í Arlington, Texas. Hún var í University of Texas. Betsy var mjög óvanaleg af afrekskylfingi að vera, en hún hóf að spila golf fremur seint eða 17 ára. Hún sigraði í Texas Amateur 1949 og 1959. Hún sigraði einnig á Trans-National mótinu 1949 og á Broadmoor Invitational 1950. Árið 1950, varð hún í 2. sæti á U.S. Women’s Open as an amateur.
Árið 1951 gerðist Rawls atvinnukylfingur og hóf keppni á LPGA. Hún vann strax mót á nýliðaári sínu þar, þ.e. Sacramento Women’s Invitational Open. Alls sigraði Rawls í 55 LPGA mótum þar af 8 risamótum kvennagolfsins og er í 6. sæti yfir þær konur sem unnið hafa flest mót á LPGA. (Í efsta sæti er Kathy Whitworth með sigra í 88 mótum). Rawls var ein af þeim fyrstu sem hlutu inngöngu í frægðarhöll kylfinga.
Árið 1959, vann Rawls LPGA Vare Trophy fyrir lægsta meðalskorið. Hún var efst á peningalista LPGA 1952 og 1959 og var á topp-10 á peningalistanum 9 sinnum. Hún átti flesta sigra á LPGA árin 1952 (sigrar í 8 mótum); 1957 (sigrar í 5 mótum en það ár átti hún jafnmarga sigra og Patty Berg) og 1959 (10 sigrar).
Rawls var forseti LPGA á árunum 1961-1962. Árið 1967, þegar frægðarhöll LPGA var stofnuð var hún ein af 6 fyrstu sem þar hlutu inngöngu. Eftir að Rawls hætti öllu keppnisgolfi 1975 varð hún mótsstjóri LPGA. Á árunum 1987-2004 var Rawls mótsstjóri McDonald’s LPGA Championship í the DuPont Country Club. Árið 1996 hlaut Rawls the Bob Jones Award, the sem er æðsta heiðursviðurkenning veitt af bandaríska golfsambandinu fyrir framúrskarandi íþróttamennsku í golfi. Rawls hlaut einnig inngöngu í kveníþróttamannafrægðarhöll Delaware 2006.
Árið 1999 greindist Rawls með brjóstakrabbamein, en 7 árum síðar var hún búin að vinna bug á meininu. „Þegar ég horfi aftur, þá var þetta bara smáhnökri í lífi mínu,“ sagði Rawls hress að vanda af skrifstofu sinni í Delaware.
Frábær kvenkylfingur … og fyrirmynd svo margra í áratugi.
Innilega til hamingju með árin 90 héðan frá Íslandi Betsy Rawls!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024