Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2014 | 14:00

Beverly Hanson minning

Hér fer í íslenskri þýðingu minningargrein, sem Neil Reid ritaði um Beverly Hanson, en Hanson var ein af brautryðjendum kvennagolfsins og í raun skelfilegt til þess að hugsa hversu hljótt var í golffréttamiðlum þegar einn af alfremstu kvenkylfingum heims um skeið lést nú fyrir skemmstu.

Nú hafa nokkrir miðlar skammast til að bæta þar úr,  þ.á.m. AP, en lesa má góða grein fréttastofunnar með því að SMELLA HÉR: 

En minningu Hanson verður haldið á lofti því orðspor hennar var gott og lifir og afrek hennar á golfsviðinu hafin yfir allan vafa.

Henni þætti eflaust skrítið að skrifað væri um hana á íslenska golfsíðu, en þannig er nú einu sinni orðspor þeirra bestu…. það fer víða.

Hér fer ágætis grein Reid í íslenskri þýðingu:

„Beverly Hanson var einstök.

LPGA Tour hefir misst einn af mest litr- og hæfileikaríku frumkvöðlum sínum nú  nýlega en Hanson lést 12. apríl í Twin Falls, Idaho ,  89 ára að aldri vegna fylgikvilla Alzheimer og af völdum langvinnrar lungnateppu. Hanson var 17-faldur  sigurvegari á LPGA, og vann auk þess í 3 risamótum og var einn af bestu kvenkylfingum á fyrstu áratugum LPGA.

Hanson fæddist  5. dessember 1924 , í Fargo , North-Dakota og hefði því orðið 90 ára seinna á árinu, Hanson lauk gráðu í blaðamennsku frá háskólanum í Norður Dakota í upphafi 1940 og fór að vinna fyrir The Fargo Forum dagblaðið . En þegar hún uppgötvaði að hún gæti grætt miklu meira fé við að spila golf, þá helgaði hún sig leiknum.

Hanson átti stjörnu áhugamannaferil, komst m.a. í undanúrslit árið 1948  á U.S. Women’s Amateur Championship og sigraði á  Texas Open og Kaliforníu og Suður-Kaliforníu meistaramótum kvenna árið eftir . Árið 1950 sigraði Hanson á  U.S. Women’s Amateur at East Lake Country Club in Atlanta,, þar sem sjálfur Bobby Jones afhenti henni verðlaunin.

Það var bara byrjunin á gríðarlega stóru ári fyrir Hanson . Hún hjálpaði þá liði Bandaríkjanna að vinna Curtis Cup árið 1950 og síðar sama ár vann hún Texas Women’s Open,  sem áhugamaður og sigraði Patty Berg 1 &0, þ.e. með minnsta mun.  Sjá kynningu Golf 1 á Patty Berg með því að SMELLA HÉR: 

Hanson varð atvinnumaður árið 1951 og vann fyrsta mótið sitt sem atvinnumaður á Eastern Open þar sem hún hafði betur en sjálf Babe Zaharias . Hún varð síðan í 2. sæti á Titleholders Championship það ár en tapaði einnig fyrir  Zaharias í Texas Women’s Open seinna þetta ár.

Hér eru taldir tveir af 14  2. sætis áröngrum  Hanson. Hennar fyrsti risamótstitill kom árið 1955, þegar hún bar sigurorð af  Louise Suggs 4 & 3 í holukeppni á  LPGA Championship og Hanson vann síðan Suggs aftur, nú með  fjórum höggum á næsta ári á öðru kvenrisamóti þess tíma: Western Open.

Besta keppnistímabil Hanson var árið 1958, þegar hún vann þriðja risamótstitil sinn þ.e. Titleholders Championship, þar sem hún átti  fimm högg á Betty Dodd og eins sigraði Hanson á Lawton Open. Hanson  bætti við 5 2. sætis áröngrum- það ár og varð efst á peningalista LPGA með $ 12.639 í verðlaunafé og fékk auk þess Vare Trophy fyrir lægsta meðaltalsskor.

Aðeins sigur á U.S. Women’s Open vantaði til þess að Hanson færi Grand Slam á ferli sínum ; Besti árangur hennar í mótinu var 4. sætið 1952 . Hún lék í 16 U.S. Women’s Opens á ferli sínum  og tíaði upp í síðasta sinn í móti árið 1964 .

Síðasti LPGA sigur Hanson kom árið 1960 á St Petersburg Open – þar sem hún átti 6 högg á Mickey Wright – en hún hætti í keppnisgolfi árið eftir . Hún giftist Andrew Sfingi , og hjónin eignuðust tvo syni. Hanson eyddi næstu 35 ár sem kvennagolfkennari í Eldorado Country Club í Indian Wells Kaliforníu.

Blessun hennar í lífinu var toppgeta í golfi  auk litríks persónuleika. Hanson var gríðarlega vinsæll á túrnum og hjálpaði LPGA að finna fótfesta  í árdaga . Hanson var ávallt skemmtilegt,eldheitur keppandi og í raun frumafl í árdaga LPGA .

[…]

Arfleifð Hanson sem LPGA brautryðjanda mun lifa að eilífu .“