Bill Clinton spilar á Nationwide Tour í Kólombíu 13. febrúar n.k.
Það eru orðnar daglegar fréttir að Bill Clinton komi fram og spili golf til stuðnings góðgerðarstofnun og sjóði sínum „The Clinton Foundation.“ Hann er nýbúinn að vera í heimsfréttunum fyrir að vera einn styrktaraðila Humana Challenge í Palm Springs, Kaliforníu, þegar fréttatilkynning berst frá honum um að hann taki þátt í móti Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship, sem hefst eftir tæpar tvær vikur, 13. febrúar n.k.
PGA Tour, Pacific Rubiales Energy og William J. Clinton Foundation tilkynntu í gær að fv. Bandaríkjaforseti, Clinton myndi ferðast til Bogota í Kolombíu í febrúar og vera viðstadur mót Nationwide Tour: Pacific Rubiales Colombia Championship. Mótið er styrkt af Samsung og mun fyrirtækið styrkja sjóð Clintons gegnum „Clinton Giustra Sustainable Growth Initiative (CGSGI) í Kólombíu.
Clinton forseti tekur þátt í hátíðarhöldunum kringum mótið þ.á.m. Pro-Am mótinu, miðvikudaginn 15. febrúar, þar sem þátt taka atvinnumennirnir á Nationwide Tour, fulltrúar úr ríkisstjórn Kólombíu, forstöðumenn Pacific Rubiales, viðskiptamenn og gestir. Þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi eða fyrrum forseti Bandaríkjanna spilar á móti Nationwide Tour.
Það er vonandi að öryggisgæsla í kringum Clinton verði mikil því Bogota er nú ekki öruggasti staður í heimi, en tekið var eftir því á Humana Challenge hversu frjálslega Clinton gekk um golfvöllinn og aðgengi að honum var auðvelt.
Heimild: Golf.com (að hluta)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024