Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2012 | 23:15

Birgir Leifur á 69 höggum og í 4. sæti á 1. degi Ecco Tour Championship!!!

Bigir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði frábært golf í dag á 1. degi Ecco Tour Championship. Hann var á 1 undir pari eftir 9 holur, búinn að fá 2 fugla og 1 skolla á fyrstu 9, en Birgir Leifur byrjaði á 1. teig. Eftir 12 holur var hann búinn að spila á 2 höggum undir pari og eftir 15. holu á 3 undir pari og á því skori lauk hann leik á 1. degi.  Þrír undir pari, 69 högg – glæsilegt skor hjá Birgi Leif, en hann deilir sem stendur 4. sætinu ásamt 8 öðrum og er aðeins 3 höggum frá þeim sem leiðir, Frakkanum François Delamontagne.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: