Birgir Leifur á 77 höggum á 1. degi á Costa Ballena
Það gekk ekki vel hjá Birgi Leif á 1. degi 2. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer nú um helgina í Costa Ballena Ocean Club nálægt Rota á Suður-Spáni. Birgir Leifur kom í hús á +5 yfir pari og er í næstneðsta sæti því 72 af 74 keppendum.
Birgir fór afar illa af stað, fékk skolla á upphafsbraut sinni 10. brautinni og síðan skramba á 14. par-3, sem margir hafa átt í vandræðum með og annan skramba á 18. braut. Á seinni 9 gekk betur, þá fékk Birgir 3 fugla en því miður líka 3 skolla og því +5 yfir pari lokaniðurstaðan.
Það eru 3 sem verma 1. sæti á Costa Ballena Q-school, allt fremur þekktir kylfingar: Spánverjinn Pedro Oriol og Ástralinn Wade Ormsby komust í gegnum lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar í fyrra og hafa verið að spila á Evrópumótaröðinni í ár. Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein, var lengi vel áhugamaður nr. 1 í heiminum og er sonur Wally Uihlein, forstjóra Acushnet Company, sem m.a. á Titleist og önnur þekkt merki í golfútbúnaðinum. Peter er að fara að útskrifast frá Oklahoma State og er því að leita sér að mótaröð til þess að spila á. Hann þykir algert undrabarn í golfi og hefir spilað frá því að hann var smápatti. Uihlein, Ormsby og Oriol komu allir í hús á 68 höggum og er því með 9 högga forskot á Birgi Leif.
Þeir sem eru T-18 og á því róli að komast áfram á lokaúrtökumótið voru að spila á -1 undir pari, þ.e. 71 höggi. Því er alls ekki loku fyrir það skotið að Birgir Leifur nái þeim og nái að bæta upp slakt gengi í dag, á næstu 3 dögum.
Golf 1 óskar Birgi Leif alls góðs á morgun!
Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Costa Ballena smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024