Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 12:55

Birgir Leifur á parinu eftir 1. dag Kazakhstan Open

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í dag á Kazakhstan Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.  Þátttakendur eru 142.

Spilað er í Zhailjau Golf Resort í Almaty, stærstu borg Kazakhstan, (en Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á staðnum báðum golfvöllum Kazakhstan, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: )

Birgir Leifur kom í hús á sléttu pari í dag,  72 höggum og deilir 66. sætinu ásamt 14 öðrum kylfingum. Birgir skipti þessu jafnt, fékk 2 fugla og 2 skolla.

Efstur í mótinu er erfingi Accushnet veldisins sem m.a. framleiðir golfvörur undir vörumerkinu Titleist og FootJoy; Peter Uihlein, sem átti geysigóðan hring í dag upp á 63 högg eða 9 undir pari. Uihlein fékk glæsiörn á 8. braut, 8 fugla og 1 skolla.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kazakhstan Open SMELLIÐ HÉR: