Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2012 | 12:30

Birgir Leifur farinn út – byrjar lokahringinn vel er í 2. sæti eftir 9 holur – útsending í beinni HÉR frá Ecco Tour Championship kl. 12:30

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er nú við leik á Ecco Tour Championship, á Stensballegaard golfvellinum, í Horsens, í Danmörku.

Hann byrjaði á 1. teig í dag og eftir 9 holu spil er hann á 3 undir pari, búinn  að fá 3 fugla og 6 pör. Samtals er Birgir Leifur á 11 undir pari og í 2. sæti, sem hann deilir með 2 kylfingum sem stendur!!!

Fuglar Birgis Leifs komu á 1.; 7. og 9. braut.

Birgir er búinn að standa sig geysivel enda er mótið gríðarlega sterkt með fjölda kylfinga sem spila eða hafa spilað á Evrópumótarðöðinni.

Birgir þarf að ná einu af 5 efstu sætunum til þess að tryggja sig á næsta mót Áskorendamótaraðarinnar.

Til þess að fylgjast með stöðunni á lokahring Ecco Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Fylgjast má með gangi mála á lokahringnum í beinni – SMELLIÐ HÉR: