Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2012 | 19:30

Birgir Leifur á glæsilegum 69 höggum á 2. degi í Pléneuf – Komst í gegnum niðurskurð!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  sýndi af sér glæsispilamennsku í dag þegar hann kom í hús á 69 höggum á ALLIANZ Open Côtes d´Armor Bretagne mótinu, sem fram fer á Golf Blue Green Pléneuf Val André golfvellinum í Pléneuf, Frakklandi.

Birgir spilaði samtals á +2 yfir pari, samtals 142 höggum (73 69) og hreinlega flaug í gegnum niðurskurðinn en hann deildi 29. sætinu með  10 öðrum kylfingum.

Efstur varð Spánverjinn Carlos Aguilar á samtals -5 undir pari, 135 höggum og munar því aðeins 7 höggum á Birgi og efsta manni.

Golf 1 óskar Birgir Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna þegar ALLIANZ Open Côtes d´Armor Bretagne mótið er hálfnað smellið HÉR: